Systemair er leiðandi í framleiðslu búnaðar fyrir loftræstikerfi, með 24 verksmiðjur í 19 löndum. Við höfum selt Systemair samstæður í fjölda ára og aðstoðum við val á lausnum sem henta viðkomandi aðstæðum. Kostir þess að velja loftræstingu eða loftskipti eru fjölmargir hvort sem um er að ræða vinnustaði eða heimili ma.hreinna og heilsusamlegra loft, aukin loftgæði og aukin loftskipti, sem geta komið í veg fyrir rakavandamál í byggingum. Láttu sérfræðinga okkar velja þá lausn sem hentar þér.
Samstæður frá Systemair samanstanda af hágæða búnaði, vönduðum orkusparandi blásurum og snjöllum stýribúnaði með notendavænu viðmóti. Loftræstisamstæður spanna skalann frá þægindaloftræstingu til ýtrustu krafna um hreinleika lofts m,a í lyfjaiðnaði og fyrir skurðstofur, auk samstæða f. innisundlaugar. Önnur framleiðsla er loftdreifarar, kælibúnaður, hitablásarar, loftræstibúnaður f. jarðgöng og bílakjallara, lausnir sem tryggja brunaöryggi og kælibúnaður f. gagnaver.
Loftræstibúnað frá Systemair er m.a. að finna á heimilum, skifstofum, sjúkra- og elliheimilum, skólum, veitingahúsum, hótelum, í ýmiskonar iðnaði, bílastæðahúsum, íþróttahúsum, innisundlaugum, sjúkrahúsum og lyfjaverksmiðjum.
Loftræstisamstæður fyrir heimili og minni skrifstofur , með App til stýringar● SAVE samstæður fyrir heimili og smærri fasteignir með varmaskiptahjóli ● SAVE samstæður fyrir heimili og smærri fasteignir með krossvarmaskiptiLoftræstisamstæður fyrir stærri rými TopvexTopvex FSU - Orkusparandi loftræstisamstæður með krossvarmaskipti, fánlegar í 7 stærðum afköst að 9.500 m³/h - hliðar tengdTopvex FSU - Compact samstæða með varmaskiptahjóli hliðar tengdTopvex FSU - Orkusparandi loftræstisamstæður með krossvarmaskipti, fánlegar í 10 stærðum afköst að 9.500 m³/h - Top tengdTopvex FSU - Compact samstæða með varmaskiptahjóli top tengd
Loftræsti- og loftskiptasamstæður henta fyrir heimili og smærri fyrirtæki
Stýring með Appi og/eða með föstum skjá
Skjár til skýringar á loftræstisamstæðu aðgengilegur á staðnum
Kynning á Topvex samstæðum frá Systemair
Kynning á Save samstæðum frá Systemair
Hér er unnt að skoða úrvalið frá Systemair skoðið.