Látum okkur annt um loftið

sem við öndum að okkur

Loftsíur

Vönduð og dýr loftræstikerfi liggja oft undir skemmdum vegna þess hve illa þau eru varin. Loftsíur eru eina vörn loftræstikerfa f. óhreinindum. Þeirra megin hlutverk er að verja dýra fjárfestingu og tryggja að loftræstikerfi sinni því hlutverki að skila hreinu og heilsusamlegu lofti. Verð loftsía er lítil hluti af rekstrarkostnaði loftræstikerfa, mestur hluti rekstrarkostnaðar er vegna orkunotkunar. Vandaðar síur draga úr orkunotkun meðan óvandaðar síur geta aukið verulega orkunotkun og hækkað rekstrarkostnað margfalt. RJ Verkfræðingar hafa í fjölda ára selt Camfil síur frá einum stærsta framleiðanda loftsía í heiminum. Camfil síur er að finna í flestum stærri og vandaðri loftræstikerfum landsins, einkenni þeirra eru langur líftími og lágur rekstrarkostnaður. RJ Verkfræðingar gera kostnaðargreiningu LCC f. rekstur loftræstikerfa með það að markmiði að velja þær síur sem lækka rekstrar kostnað loftræstikerfa.

Illustration

Loftsíur úr glertrefjaefni

Hi-flo loftsíur með glertrefjaefni er þær loftsíur sem hafa bestu síun yfir líftíma síunnar. Hi-Flo síur hafa lágt upphafsþrýstifall og lágan meðalþrýsting yfir líftíma síunnar sem lágmarkar orkunotkun.

F7 glertrefjasíur hafa lágmarkssínu 54% á 0,4 micron m ögnum.
Allar Hi-Flo loftsíur eru prófaðar og samþykktar skv. alþjóða stöðlum f. loftræstisíur. Allar síur Camfil hafa hlotið staðfestingu Eurovent. Fáanlegar eru óháðar prófanir skv gildandistaðli En779:2012.

Illustration

Loftsíur úr plasttrefjaefni

Plasttrefja efni í Camfil loftsíum hefur sérstaklega verið þróað til að tryggja lægstu mögulega orkunotkun
sem þýðir lágt upphafs þrýstifall og lágt meðal þrýstifall yfir líftíma síunnar.
F7 plasttrefjasíur hafa lágmarkssínu 35 % á 0,4 micron m ögnum.
Allar síur Camfil hafa hlotið staðfestingu Eurovent. Fáanlegar eru óháðar prófanir skv gildandistaðli En779:2012.

Illustration

Loftsíur gasmólikul- og agnasíun (IAQ)

City-Flo XL er ný gerð loftsía með bæði agna- og gasmólikúlasíun í sama efninu. Þetta einstaka síuefni hefur bæði lágt upphafsþrýstifall og lágt meðalþrýstifall yfir líftíma síunnar. Þessar síur henta þar sem sía þarf gastegundir og agnir í sömu síunni td þar sem í stórborgum þar sem mengun er af völdum gastegunda. Fjarlægir óhreinindi og lykt .

Loftsíur City-Flo XL
Nánar tæknilýsing
á pdf skjali
Nokkrar staðreyndir
Loftgæði - loftið sem við öndum að okkur
Áhrif loftgæða á heilsu.
Um lágmörkun rekstrarkostnaðar með réttu vali á loftsíum
Rannsóknar og þróunarmiðstöð Camfil í Trosa

Illustration

Með Camfil síum er leitast við að tryggja góða síun, hámarks líftíma, lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað og mestu fáanlegu orkunýtni. Framleiðsla Camfil uppfyllir gildandi staðla og allar síur þeirra eru Eurovent staðfestar.

Hvað þýðir að síur séu Eurovent staðfestar sjá nánar hér.

Eurovent er óháður prófunaraðili sem prófarog vottar framleiðslubúnað í loftræsti og kæli-iðnaði. Það er val hvers framleiðanda hvort hannsendir framleiðslu sína til Eurovent prófunar.Þeir aðilar sem sent hafa framleiðslu sína tilprófunra hjá Eurovent geta sett Euroventgildingu á búnað sinn. Eurovent prófar framleiðslubúnað og bersaman við gildandi staðla einnig er gengið úrskugga um upplýsingar um vöru frá framleið-anda séu réttar. Eurovent staðfesting framleiðslu gerirkaupanda kleift að fá staðfestingu umað loforð um síunargráðu og orkunotkunséu ekki orðin tóm.

Hér má skoða hvaða framleiðsla hefur fengið Eurovent vottun.
Setjið inn Brand / manufacturer: Camfilog skoðaðu prófanir á þeirra búnaði.
Viðurkenningar sem Camfil hefur hlotiðað undanförnu.