Látum okkur annt um loftið

sem við öndum að okkur

Camfil síur fyrir loftræstikerfi

Vönduð og dýr loftræstikerfi liggja oft undir skemmdum vegna þess hve illa þau eru varin. Loftsíur eru eina vörn loftræstikerfa f. óhreinindum. Hlutverk loftsía er að verja dýra fjárfestingu og tryggja að loftræstikerfi skili hreinu og heilsusamlegu lofti. Verð loftsía er lítil hluti af rekstrarkostnaði loftræstikerfa, 70% rekstrarkostnaðar er orkunotkun. Vandaðar síur draga úr orkunotkun meðan óvandaðar síur geta aukið verulega orkunotkun og hækkað rekstrarkostnað margfalt. RJ Verkfræðingar hafa í fjölda ára selt Camfil síur frá einum stærsta framleiðanda loftsía í heiminum. Camfil síur er að finna í flestum stærri og vandaðri loftræstikerfum landsins. Einkenni Camfil sía eru langur líftími og lágur rekstrarkostnaður. RJ Verkfræðingar gera kostnaðargreiningu LCC f. rekstur loftræstikerfa með það að markmiði að velja þær síur sem lækka rekstrar kostnað loftræstikerfa.  Allar síur Camfil eru prófaðar af Eurovent. Eurovent vottun er ekki gæðastimpill, en vottunin er óháð á loftsíum viðkomandi framleiðanda. Camfil síur uppfylla ISO16890, orkunotkun kWh/ári reiknuð skv Eurovent viðmiðum 4/21-2019, orkuflokkun skv. RS 4/C/001-2019

Illustration

Pokasíur frá Camfil

Pokasíur eru algengustu síur í loftræstikerfum bygginga og hafa það hlutverk að ná fram auknum fersksloftskiptum og betri loftgæðum. Pokasíur eru geta verið forsíur fyrir aðrar pokasíur eða hepasíur í loftræstikerfum og geta verið bæði í innblæstri og útsogi, þar sem þær verja varmaskipta og útkasts blásara. Posefilter har en signifikant høyere kapasitet for støvoppsamling og lengre levetid enn andre filter.

Nánar um pokasíur frá Camfil hér

Illustration

Með Camfil síum er leitast við að tryggja góða síun, hámarks líftíma, lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað og mestu fáanlegu orkunýtni. Framleiðsla Camfil uppfyllir gildandi staðla og allar síur þeirra eru vottaðar af Eurovent.
Hvaða merkingu hefur Eurovent vottun:Eurovent er virtur óháður prófunaraðili sem prófar og vottar framleiðslu í loftræsti- og kæli-iðnaði. Öllum framleiðendum er frjálst að taka þátt. Þeir framleiðendur sem kjósa að taka þátt geta sett Eurovent vottun á búnað sinn. Eurovent vottun þýðir að framleiðsla er prófuð af Eurovent og niðurstöður er birtar á síðum Eurovent. Eurovent vottun er ekki gæðavottun!Hér má skoða hvaða framleiðsla er vottuð af Eurovent og prófanir Eurovent á viðkomandi síum.