RJ Verkfræðngar 

selja búnað og lausnir til hreinsunar á lofti frá Camfil 

RJ Verkfæðingar selja búnað og mælitæki

sem tryggja hreint og heilsusamlegt loft.

Síun á gasi - Molikúl síun - activated carbon -activated alumina

Camfil framleiðir síur sem fjarlægja gas mólikúl og gufur með gassíum . Framleiðslan er prófuð skv ISO 10121 og ASHRAE 145.2.Gas sameindir eru 1,000 til 10,000 sinnum minni en smæstu agnir sem berast í gegnum HEPA og ULPA síur.
Síurnar nota tækni sem byggir á gleypni "adsorption". Síun fer þannig fram að gas sameindir fara í gegnum kolaefni sem hefur mikið yfirborð og er sérstaklega meðhöndlað til að taka ákveðnar gastegundir úr lofti. Kolaefnið getur verið "activated carbon" eða "activated alumina" eða "hybrid" efni eða blanda af þessum efnum. Kolaefnin sem notuð eru í gassíun geta haft breiða virkni eða virkni á ákveðnum gastegundum. Efnin geta verið með eða án svokallaðri "impregnation" til að ná meiri virkni á ákveðnum gastegundum. Síurnar eru oft nefndar gassíur, efnasíur eða kemískar síur. Rétt val á kolum eða kolasamsetningu í síunar er mikilvægt ef síun á að vera árangursrík. Framleiðsla Camfil á slíkumkolaefnum byggir á langri þróun á efnum eða efnablöndum sem skilar mestri virkni og lengstum líftíma.
Dæmi um notkun kolasía er við jarðvarmaveitur til að verja viðkvæman og dýran rafeindabúnað fyrir tærandi gastegundum eins og H2S. Í lista- og minjasöfnum til að verja fágæta og dýrmæta muni fyrir gastegundum sem myndast td frá útblæstri bifreiða. Á flugstöðvum til að verja heilsu fólks fyrir eitruðum gastegundum frá eldsneyti flugvéla. Við ýmis lyktarvandamál frá útblæstri m.a. verksmiðja, veitingastaða, sorpstöðva. Í sumum tilfellum, er sá styrkur gass sem ná þarf til að tryggja að td rafeindabúnaður liggi ekki undir skemmdum, 1,000 sinnum minni en það sem væri skaðlegt fólki. Með rannsóknum Camfil á efnum og efnablöndum hafa sérfræðingar Camfil þekkingu til að velja þá samsetningu kola sem hentar viðkomandi aðstæðum og nær sem mestri virkni og lengstum líftíma.