Skoðaðu kosti nýrrar kynslóðar loftsía frá Camfil Hi-Flo XLT
Loftræstisíur virðast einfaldar í uppbyggingu, en tæknilega eru þær flóknar, hvort sem hlutverk þeirra er að sía agnir eða gastegundir eða hvorutveggja. Þær byggja á "mekanisma", sem saman stendur af nokkrum síunaraðferðum.Mestu framfarir á síðustu árum miðast við að lækka þrýstifall með óbreyttri eða aukinni kröfu um hreinsun lofts. Lækkun þrýstifalls dregur úr orkunotkun, lengir líftíma sía, lækkar rekstrarkostnaði og dregur úr förgun. Slíkt skilar sér í verulegum sparnaði en auk þess umhverfisvænni rekstri.Skilningur á mikilvægi loftsíunar og þekking á síum, eykur líkur á að valdar séu síur, sem skila hreinu og heilsusamlegu lofti, stuðli að bættri heilsu, auki starfsgleði og virkni. Ávinningur af betri síum skilar sér í auknu framlagi starfsmanna.
Camfil síur eru prófaðar, samkvæmt gildandi staðli ISO 16890. Camfil síur hafa vottun um örugga og stöðuga hreinsun lofts yfir líftíma síu "Efficiency Guarantee".Orkunotkun kWh/ár er reiknuð skv. Eurovent Guideline 4/21-2019. Orkuflokkun er skv. Eurovent RS 4/C/001-2019. Camfil hefur EPD vottun Enviromental Product Declaration um sjálfbæra framleiðslu.Allar síur Camfil eru vottaðar af Eurovent.
Með loftgæðum innandyra er verið að fylgjast með hreinleika lofts þ.e. magni agna og gastegunda í lofti og svo ástandi lofts þ.e. hitastigi og rakastigi , en allt þetta hefur áhrif á hversu heilsusamlegt loftið er.Krafan um loftgæði stjórnast af fólki, starfsemi eða framleiðslu. Þegar loftgæði stjórnast af fólkinu er krafan að loftgæði séu nægileg til þess að okkur líði vel og að við höldum heilsu, starfsgleði og afköstum við vinnu.Þegar loftgæði stjórnast af starfsemi eða framleiðslu getur krafan um loftgæði orðið mun meiri, svo sem í matvælaiðnaði, á spítölum, í hreinrýmum og rannsóknastofum og við framleiðslu hátæknbúnaðar þar sem kröfur eru um sérstakan hreinleika lofts.Mikilvægasti þátturinn í loftgæðum innandyra er hreinleiki lofts. Þeir þættir sem þar ráða mestu eru magn óhreininda í loft. þ.e. fjöldi agna og gastegunda sem er í andrúmslofti.
Hvernig er loftið sem við öndum að okkurt?Stór hluti mannkyns býr og starfar í umhverfi þar sem fjöldi agna í lofti er yfir viðmiðunargildum Alþóðaheilbrigðisstofunar WHO:PM2,5 (5 μg/m3/ár) Barcelona (27μg/m3/ár), Vín (21,6), Brussel (19), Paris (16,4), London (13,1), Stockholm (9,4)Hver eru þín loftgæði. Þau eru mælanleg.