Látum okkur annt um loftið

sem við öndum að okkur

"Camfil movie" myndin um val á síum sem spara

LoftsíutækniLoftræstisíur virðast einfaldar í uppbyggingu, en tæknilega eru þær flóknar, hvort sem hlutverk þeirra er að sía agnir eða gastegundir. Þær byggja á flóknum mekanisma, sem saman stendur oftast af nokkrum aðferðum til síunar.Margar tækninýjungar hafa verið notaðar til þess að ná fram auknum gæðum og afköstum loftsía og hafa í mörgum tilfellum lækkar kostnað. Mestu framfarir á síðustu árum hafa fela í sér lækkun þrýstifalls og að efnisagnir úr síuefninu sjálfu berist ekki í loftið sem verið er að hreinsa.Skilningur á mikilvægi loftsíunar og hvernig loftsíur vinna eykur líkur á að valdar séu vandaðar síur til að tryggja hreint og heilsusamlegt loft fyrir fólk og starfsemi og að loftræstikerfi haldist hrein og haldi virkni sinni. Með vali á vandaðri síu með góða síunareiginleika og lágt meðalþrýstifall lækkar orkukostnaður verulega. Þannig getur vönduð sía með trygga síun verið mun hagkvæmari þegar upp er staðið en ódýr sía .Leitið frekari upplýsinga hjá sölumönnum okkar.

Með loftgæðum innandyra er verið að fylgjast með hreinleika lofts þ.e. magni agna og gastegunda í lofti og svo ástandi lofts þ.e. hitastigi og rakastigi , en allt þetta hefur áhrif á hversu gott loftið er.
Krafan um loftgæði getur stjórnast af fólki, starfsemi eða framleiðslu.Þegar loftgæði stjórnast af fólkinu er krafan að loftgæði séu nægileg í vistaverum okkar, heimilum og vinnustöðum, til þess að okkur líði vel og að við höldum heilsu. Þegar loftgæði stjórnast af starfsemi eða framleiðslu getur krafan um loftgæði orðið mun meiri, svo sem á skurðstofum spítala, hreinrýmum og rannsóknastofum og í framleiðslu hátæknbúnaðar eða annars búnaðar sem gerir kröfu um sérstakan hreinleika lofts.
Mikilvægasti þátturinn í loftgæðum innandyra er hreinleiki lofts. Þeir þættir sem þar ráða mestu eru magn óhreininda í loft. þ.e. fjöldi agna og gastegunda sem er í andrúmslofti.

Hvernig er loftið sem við öndum að okkurt?Stór hluti mannkyns býr og starfar í umhverfi þar sem fjöldi agna í lofti er yfir viðmiðunargildu WHOPM2,5 (10μg/m3/ár)Barcelona (27μg/m3/ár), Vín (21,6), Brussel (19), Paris (16,4), London (13,1), Stockholm (9,4)Við borðum um 1kg af mat á dagVið drekkum um 2 litra af vatniVið öndum að okkur 25 m3 af lofti á dag!

...................................................................................................................................................................................................................
Til þess að tryggja gott og heilsusamlegt loft og hreint loftræstikerfi og virkni loftræstibúnaðar þarf sían að hafa góða síun.F7 glertrefjasíur frá Camfil hafa 55-60% síun á ögnum sem eru af stærðinni 0,4 micron að stærð í upphafi og út líftíma síunnar. Fjölmargar síur á markaðnum hafa ekki þessar síun og engar plasttrefja hafa slíka síun.Til þess að lágmarka orkunotkun þarf sían að vera vel hönnuð með lágt upphafsþrýstifall og lágt meðalþrýstifall yfir líftíma síunnar án þes að slakað sé á kröfum um síun.Camfil síur hafa lágt þrýstifall sem byggist hægt upp yfir líftíma síunnar og þar með tryggja þær lágmarks orkunotkun.Góð loftræstisía F7 er einungis um 30% en orkukostnaðurinn um 70%.Ef valinn er illa hönnuð sía er orkukostnaðurinn oft mun hærri.
...................................................................................................................................................................................................................


Camfil síur tryggja mestu gæði lofts innandyra, með lægsta þrýstifalli sem skilar kaupanda mestum orkusparnaði án þess að það sé á kostnað loftgæða. En orkusparnaður er einn af mestu áskorunum loftræstibransans í dag.
Höfum í huga að orkukostnaður vegna sía er um 30% af heildarorkukostnaði við rekstur loftræstikerfa . Þess vegna er mikilvægt að velja þá síu sem tryggir lægstan orkukostnað en þó næga síun sem tryggir hreint kerfi.
Við getum sýnt fram á hvernig má með sérþekkingu Camfil og með Camfil loftsíum og lausnum lækka rekstrarkostnað en halda jafnframt háum loftgæðum.Með því einu að velja vandaðar síur má ná fram miklum úrbótum, enda er það svo að síur í loftræstikerfum eru það einfaldasta og ódýrasta sem unnt er að skipta út til að ná fram úrbótum.
Lesið meira um:
Energy & Air quality ratingEnergy saving softwareLCC-Life cycle cost