Látum okkur annt um loftið

sem við öndum að okkur

Nýr staðall EN 779 : 2012.

Nýr staðall þvingar framleiðendur til þess að framleiða síur með betri líftímasíun, en enn er langt í land.Camfil hefur alla tíð barist fyrir betra innilofti, þess vegna er nýr staðall sem skerpir á kröfum til síuframleiðenda gleðitíðindi.Enn sem komið er þó langt í land að mati Camfil en Camfil Hi-Flo XLT7 (síun F7) er með líftímasíun 54% á 0,4 um ögnum (ME).
Nýr staðall gerir kröfu um lágmarks síun F7 síun 35%(ME). Með þessum staðli er í fyrsta sinn komin krafa um síun yfir líftíma síunnar, en á sama tíma er krafa um til síunar F7 síu einungis 35% (ME). Slík síun uppfyllir ekki þær gæðakröfur sem Camfil gerir til F7 sía sinna og í dag heldur Camfil áfram að þróa og endurbæta sínar síur, sem í dag eru þær síur sem hafa hvað besta síun sem fyrir finnst á markaðnum, en jafnframt tryggja þær lægstu orkunotkun.Hvað gerir nýr EN 779:2012?
Nýr staðall EN 779: 2012 kemur til um mitt ár 2012. Tilgangur þessa staðals er flokka síur eftir lágmarks síun yfir líftíma síunnar (ME minimum efficiency). Staðallinn er skref í þvi að tryggja aukin gæði lofts innandyra.
Nýr staðall mun koma í veg fyrir síur framleiðenda sem áður flokkuðust sem F7 síur vegna þess að þær höfðu tilskilda upphafssíun, en töpuðu svo í síunargráðu á 6-8 vikum niður í allt að 5-10% síun (ME) flokkist nú sem F7 síur. Staðalinn mun hins vegar ýta undir að fjöldi sía mun koma fram sem einungis hafa lágmarkssíun líftíma síun samkvæmt nýja staðlinum. Ljóst er að stigin hafa verið fyrstu skrefin í að tryggja neytandanum síur sem hafa amk þá síun sem upp er gefin. Þetta er mikil framför og er hér stigið fyrsta skrefið í átt til betri gæðum lofts innandyra. Með næstu stöðlum mun krafan um lágmarks síun F7 aukast þannig að neytandanum sé tryggð sía sem skilar honum heilsamlegu lofti og jafnframt hreinu loftræstikerfi.Þetta mun kalla á frekari þróun plasttrefjasíuefnis til að ná fram aukinni síun þannig að efni uppfylli nýjan staðal, en slíkt mun óhjákvæmilega hafa í för með sér hærra þrýstifall og því meiri orkunotkun.
Það eru ekki allar síur eins - jafnvel þó þær flokkist eins samkvæmt nýjum staðli EN779/2012!
Vandamálið er að jafnvel þótt verstu filterarnir hverfi af markaðnum, mun krafan um einungis 35% ME gera það að verkum að fjöldi síuframleiðenda munu framleiða síur sem hafa þessa síun sem lágmarkssíun og það er í raun skref til baka því miður. Camfil Hi-Flo XLT7 (F7) sía hefur ME gildi 54% á 0,4 um ögnum lágmarkssíun .Camfil mun ekki framleiða Hi Flo síur sem einungis uppfylla lágmarks kröfur nýja staðalsins, slíkt mundi leiða til um 40 % óhreinna lofts. En það er þó alltaf líkur á að allir framleiðendur hugsa ekki eins.
Flokkun sía skv staðli EN779:2012 1

tegund

flokkur

loka þrýstifall (test) Pa

Meðal viðnám (Am) við gerfi ryk %

Meðal síun (Em) fyrir 0.4 μm %

Lágmarks síun 2) fyrir 0.4 μm agnir %

Grov


Medium

Fin

G1G2G3G4

M5M6

F7F8F9

250250250250

450450

450450-

50≤Am<6565≤Am<8080≤Am<9090≤Am

-
-

-
-
-

-
-
-
-

40≤Em<6060≤Em<80

80≤Em<9090≤Em<9595≤Em

-
-
-
-

-
-

355570

NOTAT

1) Þrýstifall sía sem fæst í raun með óhreinindum sem eru í andrúmslofti er allt annað en þrýstifall sía með tilraunaryki. Af þessum sökun gefa niðurstöður ekki upplýsingar á raunverulegan líftíma sía. Tap á hleðslu síuefnis eða það að agnir eða trefjar fari í gegn geta ennfremur haft neikvæð áhrif.2) Lágmarkssíun ME er sú lægsta af þremur eftirfarandi gildum, byrjunarsíugráðu, síunargráðu eftir að síuefni er afhlaðið, eða síunargráðan í prófun þar sem tilraunaryki er matað inn.