Illustration

Comfort loftræstisamstæður frá Nilan

Nilan samstæður eru vandaðar loftskiptasamstæður frá danska framleiðandanum Nilan A/S. Nilan samstæður njóta mikilla vinsælda í Danmörku og um alla Evrópu. Samstæður Nilan hafa hlotið "Passive house" viðurkenningu.
Helstu kostir Nilan loftskiptasamstæða eru þessir:
100% ferskt loft -engin blöndun milli lofts sem blásið er inn og lofts sem dregið er út.Loftskiptasamstæður hafa það hlutverk að draga út lyktarmengað og rakt loft frá eldhúsi, baðherbergjum, þvottahúsi, auk annarra rýma og skila inn fersku lofti að utan þannig að æskilegt jafnvægi sé í byggingum. Loftið að innan dregið gegnum hánýtni krossvarmaskipti þar sem varmaorkan frá útkastslofti er nýtt til hitunar á fersku hreinsuðu lofti að utan. Samstæður hafa krossvarmaskipti tryggja að 100% ferskt loft berst inn og engin blöndun er milli innblásturs og útsogs. Þegar kælingar er þörf er lofti hleypt fram hjá varmaskipti gegnum framhjáhlaup, sem eykur kæliafköst td á sumrin og sem dregur úr orkunotkun samstæðu.
Samstæður frá Nilan hafa innbyggða snjalla("intelligent") rakastjórnun.Til að tryggja heilsusamlegt loft og verja byggingu fyrir rakaskemmdum eru samstæður Nilan búnar snjöllum rakastjórnunarbúnaði sem reiknar meðalrakastig í byggingunni yfir síðustu 24 klst og hagar loftskiptum eftir rakaþörf. Ef óskað er eftir að stýring taki mið af CO2 má bæta við CO2 skynjara og eru þá loftskiptin ákvörðuð út frá styrk CO2 ef gildi þess mælist utan eðlilegra marka. Slíkt stýring getur verið æskileg td á vinnustöðum 

Comfort CT200

Comfort CT200 er loftskiptasamstæða sem hentar sökum stærðar sinnar í smærri íbúðir og raðhús. Samstæðuna má setja upp lárétt eða lóðrétt utan upphitaðs rýmis eða inn í íbúð sökum þess hve hljóðlát samstæðan er. CT200 hentar vel í smærri íbúðir, raðhús og sumarhús sem verið er að gera upp þar sem takmarkað pláss er fyrir loftræstibúnað. Comfort CT200 hefur orkuflokkun A vegna lágrar orkunotkunar og hárrar nýtni varmaendurvinnslu. Síur eru fáanlegar epm155 (F7).Loftflæði (sjá ennfremur tækniupplýsingar)i:Min : 25 m3/hMax : 198 m3/hTækniupplýsingar um Comfort CT200Mál (breidd x hæð x lengd):1040 × 535 × 338 mm 

Illustration
Illustration

Comfort CT 500

Comfort CT500 er loftskiptasamstæða sem hentar stærri íbúðarhúsnæði.Tengingar við stokkakerfi er ofan á samstæðu. Samstæðan getur verið innan íbúðar td í þvottahúsi eða utan upphitaðs rýmis vegna þess hversu vel einangruð samstæðan er. Comfort CT500 hefur orkuflokkun A vegna lágrar orkunotkunar og hárrar nýtni varmaendurvinnslu.Comfort CT500 er fáanleg í Polar útgáfu, sem hefur sjálfvirkan forhitaflöt. Forhitaflötur ver samstæðu þegar útihitastig er undir frostmarki og kemur í veg fyrir að hrím myndist í varmaskipti. Síur eru fáanlegar epm155 (F7).
Loftflæði (sjá ennfremur tækniupplýsingar)Min : 100 m3/hMax : 500 m3/hTækniskjal um Comfort CT500 Mál (breidd x hæð x lengd) 715 x 573 x 1000 mm 

Illustration
Illustration

Comfort 200 Top

Comfort 200 Top er loftskiptasamstæða sem hentar fyrir íbúðir og minni raðhús.Samstæðan getur verið innan íbúðar td í þvottahúsi eða utan upphitaðs rýmis vegna þess hversu vel einangruð samstæðan er. Samstæðan Comfort 200 Top hentar vel í byggingar sem verið er að gera upp.Comfort 200 Top hefur orkuflokkun A vegna lágrar orkunotkunar og hárrar nýtni varmaendurvinnslu.Forhitaflötur ver samstæðu þegar útihitastig er undir frostmarki og kemur í veg fyrir að hrím myndist í varmaskipti. Síur eru fáanlegar epm155 (F7).Loftflæði ( sjá tækniblað)Min : 75 m3/hMax : 308 m3/hTækniskjal um Comfort 200 Top Mál (breidd x hæð x lengd) 600 x 420 x 650 mm

Illustration

Comfort 350 Top

Comfort 350 Top loftskiptasamstæða hentar heimilum og smærri vinnustöðum með loftskiptaþörf allt að 372 m3/h.Samstæðan hefur tengingu að ofan og er mjög hljóðlát. Hún hentar vel til uppsetningar í þvottahúsi td í 60 sm skápa.​Comfort 350 Top hefur orkuflokkun A vegna lágrar orkunotkunar og hárrar nýtni varmaendurvinnslu.​Comfort 350 Top er fáanleg í Polar útgáfu, sem hefur sjálfvirkan forhitaflöt. Forhitaflötur ver samstæðu þegar útihitastig er undir frostmarki og kemur í veg fyrir að hrím myndist í varmaskipti. Síur eru fáanlegar epm155 (F7).100% ferskt loft - engin blöndun milli innblásturs og útsogs. Þegar ekki er þörf á hitun lofts í varmaskipti fer innblástursloft fram hjá varmaskipti -framhjáhlaup sem dregur úr orkunotkun og eykur afköst til kælingar á sumrin.Loftflæði (sjá tækniblað)Min : 0 m3/hMax : 372 m3/hTækniskjal um Comfort 350 Top
Mál (breidd x hæð x lengd) 559 × 550 × 790 mm

Illustration
Illustration

Stýring Nilan samstæða


Illustration

Nilan App

Einföld uppsetning - Einfalt í notkunMeð Nilan Appi má fjarstýra Nilan samstæðum, fylgjast með hitastigi, hraða blásara, rakastýringu og hvort aðvaranir sé td hvort skipta þurfi um síur osvfrv eða hvenær næstu síuskipti séu ætluð. Í Appi eru mæligögn aftur í tímann m.a. hitastig og rakastig.