● Vönduð loftræstikerfi geta legið undir skemmdum ef þau eru illa varin fyrir óhreinindum. Loftsíur eru eina vörn loftræstikerfa, hlutverk þeirra er að verja og tryggja að loftræstikerfi skili hreinu og heilsusamlegu lofti.● Vandaðar síur draga úr orkunotkun. Hagkvæmasta sían er ávallt sú sía sem skilar umbeðnum loftgæðum og hefur lægsta orkunotkun.● Camfil síur er að finna í flestum innfluttum samstæðu og vandaðri loftræstikerfum landsins vegna lágs rekstrarkostnaðar.● RJ Verkfræðingar gera kostnaðargreiningu LCC f. rekstur loftræstikerfa þannig má velja hagkvæmustu síurnar miðað við forsendur hvers og eins. ● Allar síur Camfil eru prófaðar af Eurovent. Eurovent vottun er ekki gæðavottun, hún er óháð skoðun á loftsíum viðkomandi framleiðanda. ● Camfil síur uppfylla ISO16890, orkunotkun kWh/ári reiknuð skv Eurovent viðmiðum 4/21-2019, orkuflokkun skv. RS 4/C/001-2019
CityL
Pokasíur eru algengustu síur í loftræstikerfum. Við val ætti að hafa í huga að ná fram sem mestum loftskiptum og loftgæðum sem óskað er eftir. Pokasíur geta verið bæði í innblæstri og útsogi.
Hönnun og síuflötur ræður loftflæði, líftíma og orkunotkun. Besta val er alltaf lægsta orkunotkun.
Nánar um pokasíur frá Camfil
Compactsíur frá Camfil
V-laga ramma sía í hefðbundnum loftræstikerfum. Lengd hennar er undir 300 mm, hún er ákjósanleg þegar pláss er takmarkað en þörf er á miklum afköstum og löngum líftíma. Við val ætti að hafa í huga að ná mestum loftskiptum og loftgæðum sem óskað er eftir.
Hönnun tryggir mikið loftflæði í gegnum síu, stór síuflötur gefur langan líftími. Besta val er alltaf lægsta orkunotkun.
Hefurðu skoðað Cityflo síu sem hreinsar ekki bara óhreinindi úr lofti heldur hættulegar gastegundir eins og VOC og ozon. Nánar hér.
Hefurðu skoðað City M með afkasta miklum H14 Hepasíum með MPPS 99,995%. Hreinsar fínustu agnir, vírusa og bakteríur. Hver sía prófuð skv EN1822. Sían hefur molikul/gas síun, hreinsar hættulegar gastegundir VOC, ozon auk gastegunda sem berast inn frá fjöl-förnum umferðargötum.Afköst allt að 75 m2 rými. Nánar hér